þriðjudagur, 24. janúar 2017

Það kemur mér á óvart að vindhraðamælar séu ekki nákvæmari en svo að sjánlegur munur sé á mældum vindi þegar skipt er um mæli. Með tilliti til þess verður ekki minna skrítið að Veðurstofan krafðist þess að vindhraði væri tilgreindur með aukastaf, sem breyttist á mínútu fresti, sem vindhraða á athugunartíma. Hafa verið búandi á afar vindasömum stað um langan aldur, þá passa þessi línurit vel við mína tilfinningu að öflugum stórviðrum hafi fækkað mjög eftir aldamótin. Stormdögum fjölgaði þegar kom vindmælir, enn meira þegar kom síritandi mælir. Þegar sjálfvirknin tók völdin þá var mæliaðferð breytt og í stað þess að miða mesta vindhraða við 10 mín. þar sem skipti á mínútu fresti þá var tekinn mesti vindhraði á 10 mínútum í fyrirfram afmarkaðan 10 mín. ramma og getur því skiptst í tvo. Það gerðist t.d. stuttu áður en mannaðar athuganir voru aflagðar á staðnum að vindur mældist 40,8 m/s á mæli athugunarmanns, 39,7 samkv. nýja kerfi og í munni veðurfræðinga var vindhraðinn aðein 39 m/s.
Þannig er nú það.
Oskar J. Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.1.2017 kl. 23:36

4 Smámynd: Trausti Jónsson
Vindhraðamælingar eru mjög erfiðar - síritandi skálarmælar voru fundnir upp um 1850 og þrýstimælar um svipað leyti. Langan tíma (áratugi) tók að kvarða þá eftir því sem Napier Shaw segir í bók sinni. Fljótlega kom í ljós að vindhraði breyttist mjög með hæð - og einnig eftir nákvæmri staðsetningu mælisins - jafnvel þótt hann væri lítið færður. - Ég vona að ég geti gert ámóta línurit fyrir Stórhöfða þegar ég verð loksins búinn að koma athugunum þaðan á árunum 1936 til 1948 inn í gagnagrunninn - er að vinna að því.
Trausti Jónsson, 23.1.2017 kl. 13:22


     

Engin ummæli:

Skrifa ummæli